Hersir Aron Ólafsson og Rósa Kristinsdóttir eignuðust hraustan og gullfallegan dreng 30. júní. Þetta er fyrsta barn þeirra og tekur því nýtt hlutverk við hjá þeim.
Rósa tilkynnti fæðinguna á Facebook-síðu sinni í dag en hún segir m.a. í færslunni: „Hann elskar mjólk og kúr en er illa við skiptiborð og óskilvirka matarþjónustu.“
https://www.mbl.is/smartland/fjolskyldan/2025/01/01/hersir_og_rosa_eiga_von_a_sinu_fyrsta_barni/
Hersir er forstöðumaður hjá Símanum og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Rósa er sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá Vex, sem sérhæfir sig í rekstri framtakssjóða og fjárfestir fyrir lífeyrissjóði, tryggingafélög og einkafjárfesta.
Smartland óskar fjölskyldunni innilega til hamingju!