lau. 5. júlí 2025 14:00
Vinir, fjölskylda og samstarfsfólk Önnu Rúnar mættu til útgáfuhófsins og fögnuðu með henni.
Glæpasagnahöfundur í stíl við bókarkápuna

Það var stútfullt út úr dyrum á útgáfuhófi bókarinnar Eftirför í húsakynnum Sölku forlags á Hverfisgötu á fimmtudag. Eftirför er önnur bók blaðakonunnar og rithöfundarins Önnu Rúnar Frímannsdóttur, en sú fyrri, Dauðaþögn, kom út síðasta haust og hlaut gríðargóðar viðtökur.

Eftirför er gefin út af Sölku forlagi og er sjálfstætt framhald Dauðaþagnar.

https://www.mbl.is/smartland/stars/2024/06/30/glaepasogur_mega_vera_bleikar/

Klæddi sig í litaþema bókarkápunnar

Skemmtileg stemning myndaðist strax í byrjun og flykktist fólk með eintak að áritunarborðinu til Önnu Rúnar. Þess má geta að Eftirför var ekki eina tilefnið til fagnaðar þennan daginn en fyrir örfáum dögum var Dauðaþögn gefin út á streymisveitunni Storytel.

Líkt og við útgáfu fyrstu bókar sinnar klæddi Anna Rún sig í litaþema bókarkápunnar, sem að þessu sinni er dökkgrænn, en kjóllinn var sérsaumaður af Kristínu hjá RYK í tilefni dagsins. 

til baka