Borgarráð Reykjavíkur úthlutaði lóðinni Álfabakka 4 til Bílaútleigunnar í lok júní 2022 fyrir 123 milljónir auk þess sem lóðarhafi greiddi 74 milljónir í gatnagerðargjöld.
Lóðin var boðin út og átti Bílaútleigan næsthæsta tilboð, en hæstbjóðandi féll frá tilboði sínu. Lóðin er skilgreind sem verslunar- og þjónustulóð samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur.
Í umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara um lóðarúthlutunina kemur fram að ef samþykktar verði stærri byggingar á lóðinni en sem nemur viðmiðunarstærð gatnagerðargjalds skuli byggingarleyfishafar greiða, auk viðbótargatnagerðargjalds, uppreiknað kaupverð byggingarréttarins fyrir þá fermetra sem bætast við. oskar@mbl.is