Oasis-æði eða „Oasis mania“ hefur heltekið bresku þjóðina í aðdraganda endurkomu tónleika goðsagnakenndu Britpop-hjómsveitarinnar.
Oasis bræðurnir Noel og Liam Gallagher hafa átt stormasamt samband en þeir hafa loksins náð að sættast eftir 15 ára erjur og í fyrra tilkynntu þeir endurkomu sína, aðdáendum til mikillar gleði.
https://www.mbl.is/folk/frettir/2024/09/07/eyddi_ovart_halfri_milljon_i_oasis_mida/
Um helgina hófst tónleikaferðalag bæðranna en miðar voru fljótir að seljast upp. Aðdáendur sem hrepptu ekki miða í almennri miðasölu börðust um að finna miða á síðustu stundu. Endurseljendur seldu miða dýrum dómi, sumir á yfir 400 þúsund íslenskar krónur, og nokkrir aðdáendur hljómsveitarinnar keyptu falsaða miða.
Yfir 34 þúsund manns skoðuðu miða á endursölusíðunni Viagogo en þar mátti finna miða á tónleikana fyrir um 200 þúsund íslenskar krónur.
https://www.mbl.is/folk/frettir/2024/09/05/hefja_rannsokn_a_midasolu_a_tonleika_oasis/
Tjalda fyrir utan
Baráttunni var þó ekki allslokið fyrir þá sem höfðu komið höndunum yfir miða á fyrstu tónleika þeirra bræðra í Cardiff á föstudaginn. Einhverjir aðdáendur tóku upp á því að tjalda fyrir utan tónleikahöllina aðfaranótt föstudags til að vera vissir um að ná góðum stað þegar höllin var opnuð.
Stakkur með tambúrínu
Verslunin Lidl hefur ekki látið Oasis-æðið fram hjá sér fara og selur regnstakka, eða parka-jakka, innblásna af einkennisflík Liams Gallaghers. Stakkurinn er með vösum sem halda drykkjum köldum, rennilás með flöskuopnara og tambúrínu sem hægt er að losa af stakknum.