fös. 4. júlí 2025 12:30
Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson veitingamaður lofar bongóblíðu á morgun, laugardaginn 6. júlí, þegar hið rómaða langborð verður dekkað upp á Laugaveginum.
Hið rómaða langborð á Laugavegi verður dúkað upp á morgun

Á morgun, laugardaginn 5. júlí, sameinast veitingastaðirnir Vínstúkan Tíu Sopar, Public House og Súmac um hina árlegu útiveislu sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Það taka staðirnir sig til og stilla upp langborði á Laugaveginum í hjarta miðborgarinnar og bjóða gestum upp á borða undir beru himni og njóta.

https://www.mbl.is/matur/frettir/2023/07/08/karnival_stemning_a_laugaveginum_undir_berum_himni/

Í fimmta sinn

„Þetta er í fimmta sinn sem dúkað verður langborð eftir endilöngum Laugaveginum, þar sem gestir geta sest niður og notið alvöru grillstemningar og ljúffengs götumatar frá Public House og Súmac, og vín frá Vínstúkunni Tíu sopum,“ segir Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson, veitingamaður hjá Vínstúkunni Tíu sopum.

„Það er spáð blússandi bongó, góðum mat og drykk. Við lofum miklu fjöri og stemningu,“ bætir Ólafur við sem er á fullu að undirbúa herlegheit morgundagsins.

 

Viðburðurinn hefur fest í sessi og mikil stemning hefur ávallt ríkt á Laugaveginum þegar langborðið hefur verið dekkað og fyllt af kræsingum og drykkjum.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá gleðinni á liðnum árum.

til baka