Janet Caperna, sem kemur fram í raunveruleikaþáttunum The Valley, hefur yfirgefið Bandaríkin og stillt alla samfélagsmiðlareikninga sína á „prívat“, eftir röð líflátshótana frá áhorfendum þáttanna.
Þættirnir voru fyrst sýndir á sjónvarpsstöðinni Bravo í mars í fyrra en efni þáttanna snýst um raunveruleg sambönd, tilfinningar, atvinnu og kaótískan glamúr.
Caperna, sem er 35 ára, flúði til Sviss ásamt eiginmanni sínum Jason og 18 mánaða syni þeirra Cameron. Á ferðalagi sínu lokaði hún Instagram-síðu sinni eftir hatursfull skilaboð frá nettröllum.
Þá segir Caperna að nöfn fjölskyldumeðlima hennar hafi verið notuð í þeim tilgangi að senda henni hatursskilaboð.
Caperna segist átta sig á að hún hafi opinberað líf sitt og að hún gæti fengið athugasemdir frá aðdáendum þáttanna, en að ógeðfelld skilaboðin séu af allt öðru meiði. Hún segir fjölskylduljósmyndarann hafa átt ein skilaboðin og heldur því fram að ein kvennanna úr þáttunum og kollegi, líklega Kristen Doute, hafi átt í samskiptum við einstaklinga sem hafi sent henni líflátshótanir.