lau. 5. júlí 2025 06:30
Dúnmjúkir sælkerasnúðar sem erfitt er að standast. Fullkomnir með helgarkaffinu.
Dúnmjúkir snúðar sem allir sælkerar eiga eftir að slefa yfir

Snúðar eru til í alls konar útgáfum og eru líklega eitt af því besta bakkelsi sem fyrirfinnst. Og súkkulaði nýtur líka mikilla vinsælda og svo finnst sumum kaffi ómissandi.

Valgerður Gréta Gröndal, betur þekkt undir gælunafninu Valla, er afar hrifin af snúðum og deildi þessari uppskrift með fylgjendum sínum á dögunum sem hefur vakið mikla ánægju meðal snúðaaðdáenda.

 

Hér er þetta allt komið saman í mýkstu, það er að segja snúðar, súkkulaði og kaffi. Þetta er uppskrift með mestu djúsí snúðum sem þú getur ímyndað þér. Snúðarnir eru úr fullkomnu „brioche“ deigi, fylltir með dökku kaffi og súkkulaðifyllingu,“ segir Valla dreymin á svip.

Þetta er tilvalin uppskrift til að prófa um helgina og bjóða í alvöru kaffiboð.

Sælkerasnúðar

Kaffi & súkkulaðifylling

Ofan á fyrir bakstur:

Krem ofan á snúðana

Aðferð:

  1. Setjið þurrefnin saman í hrærivélaskál og blandið aðeins saman með króknum.
  2. Velgið mjólkina og setjið saman við þurrefnin ásamt egginu og smjöri. Hnoðið deigið í vélinni í 5-7 mínútur.
  3. Takið deigið aðeins upp úr skálinni og mótið það í kúlu. Setjið aftur í skálina og hyljið hana með plastfilmu. Hefið í 1 ½ klukkustund.
  4. Á meðan deigið er að hefast er fyllingin gerð. Saxið súkkulaðið og setjið til hliðar.
  5. Setjið smjör, rjóma, 60 g af hrásykri, kaffiduft og kakó saman í pott og bræðið saman. Þegar allt er orðið samlagað, takið þá pottinn af hellunni og setjið þá saxaða súkkulaðið saman við.
  6. Pískið blönduna vel svo hún skilji sig ekki.
  7. Látið kólna á meðan snúðarnir klárast að hefast.
  8. Þegar deigið hefur hefast, setjið smávegis hveiti á borð og setjið deigið á borðið. Rúllið út í ca. 30x35 cm ferning.
  9. Smyrjið fyllingunni yfir deigið en skiljið smá rönd eftir fremst.
  10. Stráið þá 2-3 msk. af hrásykri yfir súkkulaðið.
  11. Skerið deigið í ræmur með pizzaskera. Hver snúður er ca. 5 cm á breidd.
  12. Takið fram eldfast mót og spreyið með olíuspreyi.
  13. Rúllið snúðunum upp í átt að ræmunni sem þið skilduð eftir, festið endann með því að setja smávegis vatn og þrýsta upp að.
  14. Raðið snúðunum 6 í fatið og hitið ofninn í 40°C undir yfirhita.
  15. Úðið vatni yfir snúðana og setjið fatið inn í ofninn. Hefið í ofninum í 30 mínútur og úðið snúðana 1x-2x á tímanum.
  16. Þegar snúðarnir hafa hefast vel eru þeir teknir úr ofninum og hann hitaður í 190°C undir yfirhita.
  17. Áður en snúðarnir fara í ofninn takið þið þá 70ml af rjóma og hellið yfir miðjuna á snúðunum.
  18. Setjið fatið inn í ofninn og bakið snúðana í 20-25 mínútur eða þar til þeir eru orðnir vel gylltir.
  19. Á meðan snúðarnir bakast er kremið útbúið.
  20. Blandið öllum innihaldsefnunum saman í skál fyrir utan súkkulaðið og smyrjið snúðana með kreminu þegar þeir koma úr ofninum.
  21. Stráið smávegis af söxuðu súkkulaði yfir og njótið með ískaldri mjólk eða rjúkandi heitu kaffi.
til baka