fös. 4. júlí 2025 12:30
Beolab 90-hátalararnir, sem eru eitt flaggskip fyrirtćkisins. Par af ţeim kostar í Bandaríkjunum um 211.800 bandaríkjadali, sem jafngildir um 25,6 milljónum íslenskra króna.
Erfiđur rekstur og Bang & Olufsen hćkkar verđ

Danski framleiđandinn Bang & Olufsen (B&O) fagnar í ár 100 ára afmćli sínu. Afkoman hefur veriđ undir vćntingum og reksturinn erfiđur. B&O framleiđir einkum hátalara, heyrnartól og sjónvörp.

Tekjur B&O námu um 2,6 milljörđum danskra króna á síđasta rekstrarári, eđa rúmlega 50 milljörđum íslenskra króna. Ţetta jafngildir samdrćtti upp á 1,4 prósent frá fyrra ári og er ţriđja áriđ í röđ sem tekjur fyrirtćkisins dragast saman. Tap eftir skatta nam 17 milljónum danskra króna, sem samsvarar um 324 milljónum íslenskra króna.

Fram kemur í frétt Berlingske ađ stjórnendur fyrirtćkisins lýsa árinu sem umbreytingarári ţar sem áhersla sé lögđ á ađ styrkja stöđu B&O á helstu mörkuđum. Í nóvember síđastliđnum safnađi fyrirtćkiđ um 217 milljónum danskra króna í nýtt hlutafé, sem samsvarar um 4,1 milljarđi íslenskra króna.

Stefnt er ađ ţví ađ tekjur aukist á yfirstandandi ári. Sérstök áhersla verđur lögđ á vöxt í Asíu, einkum í Kína. Stjórnendur viđurkenna ţó ađ áfram geti óvissa í efnahagsmálum og áhrif af viđskiptadeilum haft áhrif á reksturinn. B&O hefur hćkkađ verđ á ýmsum vörum á síđustu mánuđum, sérstaklega á Bandaríkjamarkađi. Ţar á međal eru Beolab 90-hátalararnir, sem eru eitt flaggskip fyrirtćkisins. Par af ţeim kostar nú um 211.800 bandaríkjadali, sem jafngildir um 25,6 milljónum íslenskra króna.

Fjármálastjóri fyrirtćkisins segir verđhćkkanirnar međal annars tilkomnar vegna aukins kostnađar, hćrri tolla og óvissu á mörkuđum. mj@mbl.is

til baka