fös. 4. júlí 2025 20:15
Stórfurðuleg framkoma og vinnubrögð lögreglu

Þórólfur Hilbert Jóhannesson segir lögreglu hafa komið í veg fyrir að spurningar fjölskyldu bróður hans, Kristins Hauks, hafi komist til réttarmeinafræðings en Kristinn Haukur fannst látinn í Óshlíð milli Bolungarvíkur og Hnífsdals í september árið 1973 eftir ætlaða bílveltu.

Auk Krist­ins Hauks áttu að vera í bílnum ökumaður og farþegi í fram­sæti, sem sakaði ekki. Eng­in belti voru í bíln­um. Málið var tekið upp fyr­ir til­stuðlan fjöl­skyldu Krist­ins og meðal ann­ars voru lík­ams­leif­ar hans grafn­ar upp og rann­sakaðar af rétt­ar­meina­fræðingi en mál­inu var lokað á ný árið 2023.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/03/heldur_thvi_fram_ad_hann_hafi_ordid_undir_bilnum/

Upplifði saksóknara hafa gefist upp

„Mér finnst líka bara ágætt að það komi fram að við kærðum þrisvar sinnum og í fyrstu tvö skiptin sendi saksóknari málið vestur og sagði lögreglunni að skoða það. Mín upplifun var í raun, þegar málinu var lokað í þriðja skiptið, að saksóknari væri bara búinn að gefast upp. 

Við reyndum að koma spurningum í kærum okkar til réttarmeinafræðings. Við höfðum samband við spítalann og réttarmeinafræðingur var alveg til í að hitta okkur og fara yfir þetta en sagði að það þyrfti að fara í gegnum lögregluna, sem er alveg skiljanlegt, en lögreglan kemur í veg fyrir að þessar spurningar komist til réttarmeinafræðings.“

 

Myndir fundust í dánarbúi

Þórólfur segir frá því að fjölskyldan hafi látið lögreglu vita af myndum, sem fundust í dánarbúi, en áður en þeim hafi verið komið þangað hafi lögregla lokað málinu. Segir hann það stórfurðulega framkomu og vinnubrögð af hálfu lögreglu. 

Þórólf­ur ræðir málið í Dag­mál­um ásamt Snorra S. Kon­ráðssyni bif­véla­virkja­meist­ara, sem rann­sakað hef­ur gögn máls­ins, greint vett­vang slyss­ins, ástand og til­urð skemmda á öku­tæk­inu eft­ir slys ásamt hreyf­ingu fólks i fram­sæti öku­tæk­is­ins þegar það varð fyr­ir veru­leg­um skemmd­um en Snorri starfaði um ára­bil við slík­ar grein­ing­ar fyr­ir lög­reglu.

Brot úr þætt­in­um má sjá í ­spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Áskrif­end­ur geta horft á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér að neðan.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/thjodmalin/259602/

til baka