„Við erum mjög spennt fyrir sumrinu og viðskiptavinir okkar eru svo sannarlega farnir að njóta grillsumarsins. Bako Verslunartækni er einmitt með mjög þétt og gott úrval af frábærum vörum fyrir grillmeistara. Við eigum til öll áhöld sem og kjöthitamæla, falleg tréskurðarbretti með safarauf, japanska hnífa, glæsilegar leðursvuntur, vönduð steikarhnífapör, borðbúnað og margt, margt fleira,“ segir Sverrir Viðar Hauksson, forstjóri Bako Verslunartækni. „Við tökum vel á móti viðskiptavinum okkar í verslun og sýningarsal að Draghálsi 22.
Það hefur líka færst mjög í aukana að viðskiptavinir okkar séu að koma sér upp útieldhúsum, bæði á heimilum og í sumarhúsum. Þá þarf að huga að rétta tækjabúnaðinum sem og hlutum fyrir slíka aðstöðu. Viðskiptavinir hafa keypt allt frá undirborðskælum fyrir köldu drykkina yfir í pítsaofna og öll önnur áhöld og búnað. Þá má ekki gleyma barvörum til að blanda góða sumardrykki ásamt kælifötum, lautarferðarkörfum og töskum en þær hafa verið sérstaklega vinsælar enda erum við með mikið úrval af þeim.“
Gott að grilla partírétti
Sjöfn Þórðardóttir, umsjónarmaður Matarvefs mbl.is, stýrir Logandi ljúffengt sem eru nýir grillþættir á mbl.is en þar tekur hún á móti góðum gestum sem grilla alls kyns góðgæti. Í þáttunum má einmitt sjá mikið af borðbúnaði og vörum frá Bako Verslunartækni. Sjöfn segist þegar byrjuð að grilla enda leggist sumarið vel í hana.
„Ég veit fátt betra en að bjóða í grillpartí og prófa eitthvað nýtt. Það er líka hægt að grilla svo miklu meira en fólk heldur, til að mynda alls konar partírétti og pinnamat auk þess sem hægt er að leika sér með bragð, áferð og útlit á mat á grillinu.
Aðspurð hvað henni finnist best að grilla segist Sjöfn eiga erfitt með að svara því enda fari það eftir því hvað standi til og hvernig vindar blása. „Mér finnst mjög skemmtilegt að grilla góða steik og sjávarfang. Ef ég nefni fleiri dæmi þá er það Ribeye á beini, Tomahawksteik, nautalund, humar, lúða og meðlæti eins og grænmeti en þetta er reyndar aðeins hluti af því sem mér finnst gott að grilla og bjóða upp á,“ segir Sjöfn og hlær.
https://www.mbl.is/matur/frettir/2025/07/03/arni_afhjupar_leyndardominn_bakvid_pitsubaksturinn_2/
Allt fyrir stærri og minni eldhús
Bako Verslunartækni býður upp á fjölbreyttan tækjakost, vöruval og þjónustu á sviði hönnunar og sérlausna fyrir veitingastaði, mötuneyti og önnur stóreldhús að sögn Sverris
„Jafnframt bjóðum við upp á allt mögulegt sem þarf til að starfrækja verslanir, hótel, bakarí og vöruhús. Við kappkostum á að þjónusta fagfólk sem og alla aðra ástríðukokka landsins og eigum allt fyrir stærri sem minni eldhús ásamt fallegri vöru fyrir framreiðslu og borðhald.
Þá býður Bako Verslunartækni upp á gæðavöru og tækjabúnað frá mörgum af fremstu og stærstu framleiðendum heims,“ segir Sverrir en tekur fram að vitanlega geti hinn almenni neytandi fundið heilmikið hjá Bako Verslunartækni enda sé lögð mikil áhersla á að þjónusta einstaklinga með fjölbreyttu vöruvali og tækjum til matargerðar.
„Vörurnar okkar eru meira og minna allar ætlaðar fagfólki en henta ekki síður einstaklingum sem vilja nota alvöru græjur. Svo bjóðum við upp á fallegt úrval af gjafavöru, til að mynda fyrir brúðkaupsgjafir eða tækifærisgjafir.“
https://www.mbl.is/matur/frettir/2025/06/24/sjaid_landslidsthjalfarann_munda_grilltolin/