ţri. 8. júlí 2025 10:00
Sumarilmvötnin í ár.
Sex heit sumarilmvötn

Ţegar dagarnir verđa bjartari og hlýna fer í veđri sćkjumst viđ ósjálfrátt í ferskari, léttari og bjartari ilmvötn. Úrvaliđ er sannarlega mikiđ, en ţó eru nokkur ilmvötn sem skara sérstaklega fram úr ţessa dagana og eru fullkomin til ađ njóta sumarins til fulls.

Dolce & Gabbana - Light Blue

Light Blue er léttur og ferskur ilmur međ sítrus- og ávaxtatónum ásamt fíngerđum viđarundirtónum sem minna á sólríka sumardaga. Stemningin er björt, lífleg og afslöppuđ. Ilmurinn hentar vel dagsdaglega yfir sumarmánuđina en getur einnig sett frísklegan blć á hlý sumarkvöld.

 

Andrea Maack - Muse

Muse frá íslenska merkinu Andrea Maack er suđrćnn og seiđandi ilmur sem fangar stemningu síđdegis á hásumardegi. Hann opnar á ljúfum tónum suđrćnna ávaxta, eins og mangó og kókos, međ bleikum undirtónum. Grunnurinn litast af viđartónum úr sandelviđi og kasmír sem gefa ilminum bćđi ferskan og mjúkan blć. Muse minnir á langan og bjartan sumardag sem teygir sig yfir í heita sumarnótt.

 

Bvlgari - Thé Blanc

Eau Parfumée au Thé Blanc frá Bvlgari er fágađur ilmur sem sćkir innblástur sinn í fíngerđan ilm hvíts tes. Mildum sítrus- og jurtatónum er blandađ saman viđ mjúkan, hvítan musk sem er einkennandi fyrir merkiđ. Útkoman er tćr og geislandi ilmur sem hefur bćđi róandi og hreinan blć og á ađ vekja upp vellíđan.

 

Tiziana Terenzi - Cassiopea

Cassiopea frá lúxusmerkinu Tiziana Terenzi er framandi og ávaxtaríkur ilmur sem höfđar bćđi til kvenna og karla. Hann opnast međ ljúfum suđrćnum tónum af sítrónu og svörtum rifsberjum sem gefa bćđi sćtan og ferskan blć. Í hjarta ilmsins má finna mjúka blómatóna af terós, negul og dalalilju, en grunnurinn er hlýr og djúpur međ tonkabaunum, musk og sandelviđi. Cassiopea er bćđi seiđandi og ferskur ilmur sem hentar sérstaklega vel á heitum sumardögum.

 

Tom Ford - Eau de Soleil Blanc

Eau de Soleil Blanc frá Tom Ford er glćsilegur sólarilmur sem flytur hugann á afskekkta strönd međ svalandi sumardrykk í hönd. Hlýir tónar af kókos, vanillu og hvítum blómum sameinast ferskum sítruskeim af bergamót og appelsínu, međ léttum undirtóni af pistasíu. Ilmurinn er bćđi silkimjúkur og hressandi og hentar ţví sérstaklega vel á sólríkum sumardögum viđ sjávarsíđuna.

 

Chanel - Chance Eau Splendide

Chance Eau Splendide frá Chanel er ljómandi og líflegur ilmur ţar sem hindberjatónar leiđa opnunina af ferskum og glitrandi krafti. Ilmurinn hefur blómlegan blć ţar sem rós og fjólur tvinnast saman viđ ilm af geraníum sem gefur frá sér mjúkan keim af myntu og rós. Grunnurinn er hlýlegur og dularfullur, byggđur á sedrusviđi og hvítum musk.

 

 

til baka