Gestir nutu fögnuðu opnun að nýju Swimslow-rými í Aðalstræti 9 á dögunum á sumarsólstöðum. Myndlistarkonan Auður Mist var á staðnum með tyggjótattú-stöð. Erna Bergmann er eigandi og stofnandi Swimslow.
Erna hélt ræðu þar sem hún deildi sögulegum staðreyndum um húsið. Fyrsta húsið á lóðinni var reist fyrir Þorstein Bergmann, forstjóra Innréttinganna, og var kallað Bergmannsstofa. Á sama reit var fyrsta Baðhúsfélag Reykjavíkur stofnað árið 1895 og fannst Ernu þetta allt tengingar sem endurspegla anda rýmisins í dag.
Sigtryggur Magnason, Júliana Steingrímsdóttir, Karítas Sveinsdóttir og Inga Eiríksdóttir voru mætt eldhress til að fagna opnuninni.
Swimslow hefur síðustu ár hannað sundföt, vellíðunarvörur og viðburði en opnar nú hönnunarstúdíó og upplifunarrými sem býður upp á nálastungur, tónheilun, nudd, pilates námskeið og jógaviðburði.