lau. 12. júlí 2025 06:30
Wimbledon-jarðarberin eru vinsæl núna. Þau eru borin fram köld með rjóma og smakkast guðdómlega ef marka má tennisáhugafólk víðan að af úr heiminum.
Uppskriftin að Wimbledon-jarðarberum

Wimbledon, eitt virtasta tennismót veraldar, fer nú að ljúka í Lundúnum og þó að einhverjir Íslendingar séu án efa á staðnum þá er ekkert því til fyrirstöðu að við sem heima erum gæðum okkur af hinum heimsfrægu Wimbledon-jarðarberjum. 

Wimbledon-jarðarberin eru tímalaus og hafa verið á boðstólum lengi á tennismótinu. Það sem þykir einstakt við þau eru gæðin og einfaldleikinn. Talið er að fjölmargt tennisáhugafólk gæði sér á réttinum árlega og þó að það kosti fúlgu að fara á Wimbledon, þá hefur verðið á jarðarberjunum haldist nánast það sama í 15 ár eða 2,70 pund (þau kostuðu 2,50 pund í fyrra) sem er í kringum 450 krónur. Magn jarðarberja á Wimbledon í ár var í kringum 50 tonn eða 50.000 kg eða í kringum 251 þúsund skammtar af jarðarberjunum. 

 

Rétturinn er einstaklega smekklegur og er talinn eiga rætur sínar að rekja til upphafs 19. aldar þegar Georg 5. konungur Bretlands kynnti jarðarberin með rjóma, til sögunnar á Wimbledon. Uppskriftin er einföld og eitthvað sem við öll ættum að geta gert svo framarlega sem við erum að vinna með jarðarber af bestu gæðum. 

Wimbledon-jarðarber

Hentar fyrir tvo til þrjá fullorðna. 

 

Aðferð:

  1. Best er að þvo jarðarberin undir köldu vatni og hreinsa laufin af þeim.
  2. Setjið jarðarberin í skál (óskorin) og stráið 1 matskeið af flórsykri yfir á þau.
  3. Jarðarberin eru sett inn í ísskáp í flórsykrinum í minnst eina klukkustund, en þau mega vera allt að átta klukkustundir í kæli. Þá myndast safi í kringum þau sem er mjög góður.  
  4. Setjið vanilluekstraktinn ofan í rjómann og hrisstið hann í sirka eina mínútu. Einnig má þeyta rjómann létt í skál, en rjóminn í Wimbledon-jarðaberjunum á að vera lekandi ekki stífþeyttur. 
  5. Jarðarberin eru svo sett heil (ekki skorin) í skálar með safanum sem hefur myndast við kælingu þeirra. 
  6. Skiptið rjómanum í tvær til þrjár skálar.  
  7. Má skreyta með myntu. 

Verði ykkur að góðu!

til baka