fös. 18. júlí 2025 06:30
Shiza Shahid frumkvöðull og áhugakokkur hvetur alla til að prófa sig áfram í eldhúsinu og að bjóða fólki í mat.
Er ekki kominn tími á litríkt heimboð?

Eitt af því sem áhugakokkurinn Shiza Shahid saknaði hvað mest frá heimalandi sínu Pakistan þegar hún flutti til Bandaríkjanna átján ára að aldri, var dagatal fullt af matarboðum. „Hverja helgi var okkur boðið í mat þar sem eldaður var ljúffengur matur, en heimboð er stór hluti af menningu okkar.“

 

Í Bandaríkjunum er algengara fyrir vini og vandamenn að hittast á veitingahúsum að hennar sögn. „Ekki misskilja mig! Ég elska veitingahús, en það er bara eitthvað svo hlýlegt við að vera boðin heim til fólks,“ segir Shahid í viðtali í Town and Country tímaritinu nýverið. 

Kvöldverður heima hjá okkur: Uppskriftir fyrir samfögnuð (e. Dinner at Our Place: Recipes for Gathering) er uppskriftabók sem Shahid gaf út í byrjun ársins. Í henni má finna góðar uppskriftir að mat. Það sem vekur einnig athygli er hversu litrík og fallega myndskreytt bókin er, en í henni má finna potta, pönnur, leirtau og dúka frá Our Place sem er fyrirtæki sem Shahid setti á laggirnar ásamt eiginmanni sínum Amir Tehani árið 2019.

Our Place er mjög áhugaverð lína og verða margir forvitnir um heimili þeirra hjóna út frá þeirri litadýrð sem þau bjóða upp á í vörulínum sínum. Hjónin búa í snotru húsi í Los Angeles þar sem þau hafa búið til sína ævintýraveröld og halda í þá hefð að bjóða vinum og vandamönnum sínum heim í mat. 

 

Þeir sem vilja fá aðeins meiri lit í eldhúsið sitt og í matargerðina ættu að fylgjast með Shahid og prófa uppskriftirnar hennar. 

View this post on Instagram

A post shared by Shiza Shahid (@shiza)

 



til baka