þri. 8. júlí 2025 10:30
Þorgerður Arna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélagsins Landeyjar.
Haft gott samráð við alla hagsmunaaðila

Þorgerður Arna Einarsdóttir, framkvæmdarstjóri fasteignaþróunarfélagsins Landeyjar, hrósar bæði Garðabæ og Ósum fyrir frábært samstarf. Hún segir að hverfið hafi óvenjusterka sál og skipulagsáherslur tryggi uppbyggingu vandaðs hverfis. „Ég hef tengst mörgum skemmtilegum verkefnum en fá hafa haft jafn mikla sál og þetta.“

Hún bendir öllum sem áhuga hafa að fara inn á vefsíðuna arnarland.is þar sem birtar eru bæði tölvuunnar ljósmyndir og myndbönd. Þau sýni mjög vel hvernig hverfið muni líta út fullbyggt, þó svo að kaupandi ráði útliti húsa og endanlegum eiginleikum.

Þorgerður segir að við skipulag hverfisins hafi verið gætt að því að íbúðir hefðu bæði góða birtu og útsýni, enda er byggðin í hlíð sem hallar til norðurs. „Þarna opnast líka tækifæri fyrir þakgarða og þaksvalir, sem geta falið í sér mikil lífsgæði.“

Í skipulagsvinnunni var gott samráð haft við alla hagsmunaaðila. Haldnir voru nokkrir íbúafundir og fólk gat sent inn ábendingar og athugasemdir sem höfðu mótandi áhrif á þróun skipulagsins í skipulagsferlinu, útskýrir Þorgerður.

Aðspurð segir hún að áhugasamir þurfi að skila inn tilboðum fyrir 14. júlí nk. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka heldur utan um tilboðsferlið.

Spurð um tímapunkt sölunnar núna segir Þorgerður að erfitt sé að áætla tímann sem fer í skipulagsvinnu í svona stórum verkefnum. „Svo dag einn klárast ferlið og þá ertu kominn með tilbúið verkefni í hendurnar. Þá er eðlilegt að fólk spyrji sig hvort tíminn sé réttur, en ég er persónulega þeirrar skoðunar að það sé alltaf góður tími til að selja góð verkefni. Gæðin tala sínu máli,“ segir Þorgerður að lokum.

Lesa má viðtalið í heild sinni í ViðskiptaMogganum.

til baka