þri. 15. júlí 2025 11:30
Anna Wintour, ritstjóri alls efnis Condé Nast og alþjóðlegur ritstjóri Vogue, setur tóninn þegar kemur að fatar- og matarstíl fólks.
Robuchon-kart­öflumúsin sem Wintour borðar í hádeginu

Ef einhver leggur línurnar þegar kemur að fata- og matarstíl þá er það Anna Wintour, ritstjóri Condé Nast og alþjóðlegur ritstjóri Vogue. 

Wintour heldur í hefðirnar þegar kemur að mat eins og öðru og rifjaði frægðarkokkurinn Geoffrey Zakarian upp gömlu árin sín í New York þegar hann eldaði fyrir Wintour í hádeginu, hvernig hún hefði pantað það sama í hvert sinn, ferskan, rauðan hamborgara og Robuchon-kartöflumús. Kartöflumúsin er nefnd í höfuðið á Joël Robuchon sem hefur hlotið alls 31 Michelin-stjörnur. 

Zakarian segir kartöflumúsina innihalda 60% smjör og 40% kartöflur og sé hún engu öðru lík. Svo nú er bara að setja upp sólgleraugun og borða kartöflumús í hverju hádegi líkt og Wintour gerir. 

@geoffreyzakarian Make #AnnaWintour order with me! Featured on @Katie Lee Biegel podcast 🎙️ #viral #chefsoftiktok #recipesoftiktok #storytime #devilwearsprada ♬ Souvenir De Paris - Martin Taylor

 

 

Robuchon-kartöflumús

Aðferð:

  1. Skolið kartöflurnar. 
  2. Setjið kartöflurnar í pott, með köldu vatni sem hefur verið saltað. 
  3. Hitið undir kartöflurnar og um leið og þær byrja að sjóða, færið þá hitann niður og sjóðið á léttum hita í 20 – 30 mínútur. 
  4. Aðskiljið kartöflurnar þegar þær eru soðnar frá vatninu og geymið í íláti með viskastykki vöfðu utan um þær, til að halda þeim volgum. 
  5. Takið hýðið utan af kartöflunum á meðan þær eru volgar og setjið þær í annað ílát og passið upp á að þær séu volgar í ferlinu. 
  6. Stappið kartöflurnar í potti. 
  7. Hitið undir pottinn á léttum hita og hrærið í þrjár til fimm mínútur. 
  8. Setjið hægt og rólega smjörið út í og notið písk (e. whisk) til að gera kartöflumúsina eins og silki. 
  9. Passið að hræra stöðugt í kartöflumúsinni til að halda réttri áferð. 
  10. Bætið volgri mjólkinni hægt ofan í pottinn til að fá rjómakennda áferð á kartöflumúsina. 
  11. Kryddið með salti eftir smekk. Fyrir þá sem vilja má nota eilítið af hvítum pipar. 
til baka