Ef þú hefur einhvern tímann sungið með ABBA og látið þig dreyma um sól, sjó og söng, þá eru grísku eyjarnar Skopelos og Skiathos þinn næsti áfangastaður.
Þessar heillandi Sporades-eyjar urðu heimsfrægar eftir að kvikmyndin Mamma Mia! var tekin upp á eyjunni árið 2007.
Síðan þá hafa aðdáendur kvikmyndarinnar streymt þangað í leit að sínu eigin Mamma Mia-ævintýri.
Kirkjan sem allir þekkja
Skopelos er stundum kölluð „grænasta eyja Grikklands“ og ekki að ástæðulausu. Eyjan er þakin þéttum frumskógum sem ná niður að ströndinni. Sjórinn er kristaltær og blátt Miðjarðarhafið tekur við.
Kirkjan Agios loannis sto Kastri sem staðsett er í Skopelos vakti heimsathygli þegar brúðkaup Sophie fór þar fram. Kirkjan hefur síðan þá orðið vinsæll áfangastaður fyrir kvikmyndaáhugafólk og ferðamenn sem leita að ógleymanlegri upplifun.
Kirkjan stendur á toppi 100 metra kletts sem stendur beint upp úr Miðjarðarhafinu. Til að komast að kirkjunni þarf að ganga upp 198 þrep, en útsýnið á toppnum er stórkostlegt.
Í bænum Skopelos má finna hvít kalkmáluð hús, bugðóttar götur og fjölmargar litlar kirkjur. Þar er tilvalið að rölta um, fá sér ís, skoða handgerðar vörur og prufa að borða mat hjá heimamönnum.
Fallegasta strönd Grikklands
Skiathos er næsta eyja við Skopelos og tekur enga stund að taka ferju þangað frá Skopelos. Skopelos er þekkt fyrir líflegt andrúmsloft og þar eru mun fleiri strandir. Koukounaries-ströndin telst ein sú fallegasta í Grikklandi. Skiathos er einnig með líflegt næturlíf og fjölmarga veitingastaði og bari við höfnina, sem höfða bæði til fjölskyldufólks og ævintýragjarnra ferðalanga.
Mamma Mia ferðalagið hófst á eyjunni en höfnin á eyjunni gegndi lykilhlutverki í fyrstu senu myndarinnar. Þeir sem vilja upplifa Mamma Mia drauminn geta bókað sér siglingu í kringum eyjuna með viðkomu á frægustu tökustöðum myndarinnar.
Hvort sem þú ert harður ABBA-aðdáandi eða einfaldlega á höttunum eftir grískri paradís, bjóða Skopelos og Skiathos upp á bæði ró og ævintýri. Glitrandi strandir, sögulegar byggingar, ferskt sjávarfang og vinalegir heimamenn einkenna eyjarnar. Það er auðvelt að skilja hvers vegna eyjurnar urðu fyrir valinu hjá framleiðendum Mamma Mia þar sem eru eyjurnar ótrúlega fallegar og sérstakar.