Á vefmiðlinum The Guardian má finna lista yfir bestu áfangastaði í Evrópu fyrir þá sem þrá ævintýri en vilja forðast ferðamenn. Ísland er einn þessara áfangastaða.
Þessi 56 kílómetra leið sem Laugavegurinn á hálendinu er, er lýst sem lítilli veröld sem er hluti af einhverju miklu stærra og alveg jafn fallegu, Íslandi. Jarðhitasvæði, fjallstoppar þaktir snjó, marglit líparítfjöll, svartir sandar og óveraldlegt tunglslandslag eru lýsingar sem The Guardian varpar fram.
Þá er einnig minnst á Þórsmörk; breiður birkitrjáa sem eru aflokaðar af þremur jöklum.
Aðrir áfangastaðir á listanum eru t.d. Júlísku Alparnir á Ítalíu sem eru að mestu innan landamæra Slóveníu. Skíðabærinn Selle Nevea er staðsettur í ítalska hlutanum og er útsýnið stórfenglegt. Hvítir kalksteinstindar gnæfa yfir dali prýdda grenitrjám. Fugla- og dýralíf er fjölbreytt og lítið um ferðamenn.
Á vesturströnd Gautlands í Svíþjóð er eitt af elstu náttúruverndarsvæðum í heimi. Staðurinn er í nokkurra klukkustunda lestarfjarlægð eða bátsferð frá höfuðborginni, Stokkhólmi, fjarri siðmenningu, þar sem símasamband er stopult.
Rétt utan við Toulon í Frakklandi stendur bærinn Hyères við Miðjarðarhafið. Úti á Giens-skaganum, sunnan við Hyères eru aldagamlar og bleikar saltflatir sem teygja sig í átt til hafsins, heimkynni fjölda flamingóa og hegra. Þar eru gönguleiðir alltumlykjandi yfir hrjúfa kletta við grenitrjáaskóglendi, í bland við sjófugla, villtar plöntur og opið hafið.