þri. 8. júlí 2025 08:02
Það er ekkert að því að vera í fallegum fötum sem passa vel saman, þó þú sért bara úti í náttúrunni.
Líttu sem best út í útilegunni

Hér á landi verður að eiga rétta klæðnaðinn í hina helstu útivist. Ef þú ert á leiðinni í tjaldferðalag skaltu hafa vatnsheldan fatnað meðferðis, góða gönguskó og höfuðfat. Svo má gera útlitið flottara með fallegri skyrtu eða sumarlegri prjónapeysu. Stuttermapeysa er mjög praktísk lausn fyrir útileguna því hún heldur bæði á þér hita og lítur vel út.

Þetta snýst um að byggja upp nokkur lög af fatnaði til að halda í hið fullkomna hitastig. Svo er alls ekki verra ef allir litir passa vel saman því þá ertu eins og klippt út úr útivistarblaði.

til baka