Kinnalitir og sólarpúður eru hinar fullkomnu vörur til að fríska aðeins upp á andlitið. Sólarpúður gefa manni sólkysst útlit á meðan kinnalitir geta frískað andlitið við með bleikum tónum. Margir nota þessar tvær vörur saman og þá sérstaklega við fínni tilefni.
Hér eru nokkrir góðir kinnalitir og sólarpúður sem hægt er að nota saman eða í hvoru lagi fyrir sig. Allar eiga þessar vörur það sameiginlegt að útlitið verður sumarlegt og þú munt líta út eins og þú sért nýkomin af ströndinni.