Það koma tímar þegar húðin er líflaus, þegar hún má alls ekki vera það og við þurfum að fríska hana við. Hins vegar þurfum við líka að halda sólkysstri húð við eins lengi og við getum og þá koma alls konar dropar og krem til bjargar.
Þegar sólarkysst húð er til staðar þá er gaman að setja á sig gyllt krem fyrir fínni tilefni. Það eykur við ljómann sem einkennir húðina þegar minni þörf er á farða.
Einnig er nóg úrval af alls konar brúnkudropum sem fríska andlitið við þegar þess þarf. Þessum dropum eða kremi má blanda við dagkremið og þú verður sem ný manneskja.