Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá móður sem veltir fyrir sér hvað sé hægt að gera fyrir dóttur hennar sem er slæm í húðinni.
Sæl
Dóttir mín er á tólfta aldursári og er orðin verulega slæm af bólum, má ég nota retinól á húðina á henni?
Kveðja,
JGA
Komdu sæl og takk fyrir spurninguna.
Já hún má svo sannarlega byrja að nota retinól og A vítamínkrem þar sem þau minnka virkni fitukirtlanna í húðinni og koma í veg fyrir myndun fílapensla og þar af leiðandi bóla. Einnig er gott að nota almenn ráð, eins og salicylsýru hreinsi á morgnana og rakakrem og sólarvörn sem henta bóluhúð. Hvet þig til að hlusta á þátt okkar í Húðkastinu um bólur og einnig kíkja á heimasíðu Húðvaktarinnar til að fá frekari upplýsingar.
Kær kveðja,
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni og Húðvaktinni.
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR.