sun. 20. júlí 2025 14:00
Það er auðvelt að falla fyrir Togo-sófanum sem hefur heillað mannkynið síðan 1973, þegar hann var hannaður. Michel Ducaroy hannaði sófann fyrir Ligne Roset og allar götur síðan hefur hann átt sín augnablik. Hann er kannski ekki fyrir alla en fólk með ríkt fegurðarskyn hefur kunnað að meta sófann. Hægt er að fá hann í fjölmörgum litum og úr mismunandi efnum. Hann fæst í Calmo og fer verðið eftir því hvað hann er stór og í mörgum stykkjum.
Fáðu nýja orku inn á heimilið

Langar þig að breyta heimilinu og fá inn örlítið nýjan tón? Nýja liti, nýja lykt, nýja stemningu? Og bæta hljóðvistina? Þá gætu þessir munir heillað þig upp úr skónum.

Það þarf náttúruleg efni, ull, bómull og hör, til þess að gera heimilið hlýlegra. Hangandi gluggatjöld, eða vængir eins og sumir kalla þau, njóta aukinna vinsælda því þau eru bæði falleg og svo bæta þau hljóðvist. Í stórum húsum þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja geta mottur, gluggatjöld og listaverk skipt heilmiklu máli.

til baka