Dubai-súkkulaði ættu flestir að kannast við og hefur það æði varað í nokkra mánuði, bæði hér á landi en einnig úti í heimi. Það var TikTok-kynslóðin sem var hvað spenntust fyrir þessu sælgæti og nú er hægt að taka þetta skrefinu lengra.
Þú getur klætt þig eins og sælgætið með einfaldri litapallettu. Þessi litasamsetning var áberandi á tískupöllunum fyrir sumarið og haustið frá tískuhúsum eins og Miu Miu og Gucci. Þetta eru litir eins og dökkbrúnn og pistasíugrænn.
Þetta snýst aðeins um að blanda þessum tveimur litum saman.