Pétur Ingvarsson hefur veriđ ráđinn ţjálfari karlaliđs Hauka í körfuknattleik. Skrifađi hann undir tveggja ára samning sem gildir til sumarsins 2027.
Pétur tekur viđ starfinu af Friđriki Inga Rúnarssyni sem lét af störfum fyrir helgi. Honum tókst ekki ađ halda liđinu í úrvalsdeild eftir ađ hafa tekiđ viđ af Máté Dalmay um mitt tímabil.
Haukar leika ţví í 1. deild á nćsta tímabili og fćr Pétur ţađ verkefni ađ koma uppeldisfélagi sínu í deild ţeirra bestu ađ nýju.
Pétur ţjálfađi síđast karlaliđ Keflvíkinga frá sumrinu 2023 en hćtti ţar störfum í byrjun febrúar. Áđur ţjálfađi hann karlaliđ Breiđabliks í nokkur ár.
„Ég er mjög ţakklátur Brynjari formanni og stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka ađ fá ţetta tćkifćri. Markmiđin eru skýr ađ koma Haukum aftur upp í deild ţeirra bestu byggt á Haukamönnum sem eru tilbúnir ađ berjast um titla,“ sagđi Pétur í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Hauka.