Stjórnendur Rapyd á Íslandi sýna því skilning að fólk hafi sterkar skoðanir á átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs og segja alla eiga rétt að láta skoðun sína í ljós. Aftur á móti sé mikilvægt að umfjöllun sé byggð á staðreyndum.
Þetta segir í yfirlýsingu fyrirtækisins sem send er út í kjölfar umfjöllunar um samninga Rapyd á Íslandi við Fjársýsluna vill Rapyd benda á að samningurinn er við Rapyd á Íslandi (Rapyd Europe hf.).
Tekið er fram að Rapyd á Íslandi sé í eigu alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd, sem sé að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingasjóða og með starfsemi víða um heim.
Utanríkisráðherra og þingmaður gagnrýnt samninginn
Eftir að samið var við Rapyd hefur meðal annars utanríkisráðherra stigið fram og sagt að henni hugnist ekki samningurinn og að þeir gangi þvert gegn stefnu íslenskra stjórnvalda. Sagði hún að skoða þyrfti ýmsa þætti í útboðsferlinu. Hafði forstjóri Raypd móðurfélagsins lýst opinberlega yfir stuðningi við Ísraelshers vegna átakanna á Gasa-svæðinu.
Þá upplýsti þingmaður Samfylkingarinnar, Dagbjört Hákonardóttir, um helgina að hún hefði fengið skilaboð frá regluverði Raypd á Íslandi þar sem hún var beðin að draga orð sín til baka vegna viðtals þar sem hún sagði „óheppilegt“ að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að endurnýja samning sinn við ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/05/18/regluvordur_bad_thingmann_ad_draga_ord_sin_til_baka/
Fyrirtækið eigi djúpar rætur í íslensku samfélagi
Segir í yfirlýsingunni að Rapyd á Íslandi sé íslenskt fyrirtæki. Starfsemi fyrirtækisins byggi á áratuga langri sögu Valitor og Korta, sem hafi verið sameinuð undir merkjum Rapyd.
Fyrirtækið hafi sinnt greiðslumiðlun fyrir íslensk fyrirtæki, banka og einstaklinga í rúmlega fjóra áratugi, verið lykilstoð í innlendri greiðslumiðlun og eigi djúpar rætur í íslensku samfélagi.
Það starfi sem íslenskt hlutafélag, kennitala þess sé frá árinu 1983 og starfsleyfi þess frá Seðlabanka Íslands.
Fyrirtækið greiði skatta og skyldur á Íslandi og hjá því starfi í dag um 180 einstaklingar.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/02/19/segir_vidskipti_vid_rapyd_ologleg/
Í yfirlýsingunni erekkert vikið að skilaboðunum sem Dagbjört upplýsti um að regluvörðurinn hefði sent.