mán. 19. maí 2025 15:19
Steinninn lagðist á hliðina í byrjun apríl en verður reistur við og festur í sessi á fimmtudaginn.
Reisa steininn við á fimmtudag

Steinninn á Esjunni verður reistur við og festur í sessi fimmtudaginn 22. maí, en þetta helsta kennileiti Esjunnar lagðist á hliðina í byrjun apríl.

Samhliða þeirri aðgerð hefst viðgerð á brúnni yfir Mógilsá.

Brúin yfir Mógilsá við Fossalautir er orðin 30 ára gömul og illa farin, en áætlað er að viðgerð taki fjóra daga, að segir í tilkynningu. Meðan á viðgerðinni stendur verður hringleið frá brúnni að Steini lokað.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/04/06/steinninn_a_esjunni_valt/

Í millitíðinni verður áfram hægt að fara upp að Steini og upp á Esjuna, eftir stígnum um Einarsmýri, en stefnt er að því að viðgerð á brúnni verði lokið seint á sunnudag, 25. maí.

Fólk er hvatt til að fara að öllu með gát í Esjuhlíðum og nota merktar gönguleiðir. Með tilkomu nýrra stíga í Esjuhlíðum sé bæði hægt að sækja á brattann og njóta þess að ganga þvert á hlíðina, í fallegu skóglendi.

 

 

til baka