mán. 19. maí 2025 13:01
Kjartan Henry: Geggjað augnablik

Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um Jamie Vardy sem kvaddi Leicester City með 200. marki sínu í 500. leiknum í öllum keppnum í 2:0-sigri á Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

„Sjáum hérna Jamie Vardy. Að sjálfsögðu skoraði hann,“ sagði þáttastjórnandinn Hörður Magnússon.

„Geggjað. Þetta er geggjað augnablik. Maður las um það fyrir leik að hann myndi fá alvöru kveðjuleik. Hann er ennþá með hraðann og þetta var vel klárað hjá honum,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason.

til baka