mán. 19. maí 2025 12:38
Shaquille Rombley í baráttu við Dedrick Basile í öðrum leik Stjörnunnar og Tindastóls.
„Vesen með nýrun hjá honum“

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, reiknar ekki með Shaquille Rombley í oddaleik liðsins gegn Tindastóli í úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta á miðvikudag eftir að hann var fluttur á sjúkrahús á meðan fjórða leik stóð í gærkvöldi.

„Eins og staðan er núna geri ég ekki ráð fyrir honum. Ef hann verður með þá er það bara bónus,“ sagði Baldur Þór í samtali við Vísi.

Yfirgaf Stjörnuheimilið í sjúkrabíl

Þjálfarinn greindi frá því að ástæðan fyrir vanlíðan Rombley í leiknum í gærkvöldi hafi verið í tengslum við nýrun á honum.

„Ég fór og hitti hann í gær eftir leikinn. Það er ein­hvers konar vesen með nýrun hjá honum og hann er bara í rannsóknum í dag. Það voru ein­hver gildi sem voru ekki nógu góð í tengslum við nýrum.

Ég svo sem er ekki læknir og get ekki upp­lýst þetta eitt­hvað meira en það. Hann var góður, jákvæður þrátt fyrir það sem á undan hafði gengið,“ sagði Baldur Þór einnig við Vísi.

 

til baka