mán. 19. maí 2025 11:43
Arnór Borg Guðjohnsen, þriðji frá hægri, fagnar marki í leik með Vestra.
Tveir leikmenn Vestra á sjúkrahús

Arnór Borg Guðjohnsen og Kristoffer Grauberg, leikmenn Vestra í knattspyrnu, voru báðir fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahús vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir í 1:0-tapi fyrir Fram í 7. umferð Bestu deildarinnar í gær.

Í tilkynningu frá knattspyrnudeild Vestra segir að Arnór, sem er að láni frá FH, virðist hafa tognað illa aftan í læri og að Grauberg hafi fengið heilahristing eftir samstuð. Hafi þeir verið fluttir á sjúkrahús eftir leikinn.

Svíinn skaut Fram upp í efri hlutann

„Við bíðum eftir upplýsingum með framhaldið hjá þeim, þessi meiðsli þarf að taka alvarlega og sinna vel,“ sagði í tilkynningunni.

Þar kom einnig fram að fyrirliðinn Elmar Atli Garðarsson sé nú búinn að taka út tveggja mánaða leikbann sitt vegna brota á veðmálareglum og að því geti hann snúið aftur í leikmannahóp Vestra.

til baka