mán. 19. maí 2025 11:00
Kjartan Henry: Fór út í einhverja steypu

Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um lok leiks Nottingham Forest og West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Allt sauð upp úr undir lokin, fjöldi gulra spjalda fór á loft, uppbótartími var feykilega langur eftir sífelldar tafir og langvarandi athuganir VAR-dómara og Samuel Barrott dómari virtist missa tökin.

„Það eru allir sammála um það, bæði leikmenn og dómarar, að þeir hefðu viljað láta leikinn fljóta og þetta fór bara út í einhverja steypu,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason.

Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

til baka