Þessir vönduðu og umhverfisvænu kústar og fægiskóflur hafa vakið mikla athygli víða og njóta vinsælda víða um heim. Mörgum finnst hreinlega ómissandi að eiga eitt af hvoru í eldhúsinu og finnst það vera prýði fyrir rýmið. Þessir eru frá Iris Hantverk sem er sænskt vörumerki.
„Vörumerkið á rætur allt aftur til ársins 1870. Vörurnar þeirra eru vandlega handgerðar í Svíþjóð og í Eistlandi af sjónskertum handverksmönnum sem fylgja gömlum sænskum hefðum við burstagerð og framleiða þeir einnig aðrar vörur eins og vinsæla kústa og fægiskóflu á standi sem er ómissandi í hvert eldhús,“ segir Svana Lovísa Kristjánsdóttir, fagurkeri og samfélagsmiðlari hjá Epal.
Hvert smáatriði skiptir máli
Hver bursti og hvert smáatriði í vörum frá Iris Hantverk ber með sér virðingu fyrir bæði umhverfinu og handverkinu sjálfu og eru vörurnar gerðar úr náttúrlegum hráefnum eins og hrossahárum, geitahárum og plöntutrefjum.