mán. 19. maí 2025 16:45
Birna Pétursdóttir er tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki í uppfærlu Borgarleikhússins á Ungfrú Ísland, en sýningin hlýtur flestar tilnefningar í ár eða níu talsins.
Ungfrú Ísland fær níu

Ungfrú Ísland eftir Bjarna Jónsson í samvinnu við Grétu Kristínu Ómarsdóttur, leikgerð upp úr skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, í leikstjórn Grétu Kristínar í sviðsetningu Borgarleikhússins hlýtur flestar tilnefningar til Grímunnar, Íslensku sviðslistaverðlaunanna, í ár eða níu talsins. Næstflestar tilnefningar, eða sjö talsins, hlýtur Hringir Orfeusar og annað slúður eftir Ernu Ómarsdóttur í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og Sýslumaður dauðans eftir Birni Jón Sigurðsson í leikstjórn Stefáns Jónssonar í sviðsetningu Borgarleikhússins. Þetta var upplýst í Tjarnarbíói rétt í þessu. Gríman verður afhent í Borgarleikhúsinu 10. júní og sýnd beint á RÚV.

Í ár voru 65 sviðsverk og eitt útvarpsverk, alls 66 verk, skráð af leikhúsum og sviðslistahópum í Grímuna; 12 barnaleikhúsverk, átta óperur, þar af sex nýjar íslenskar, 13 dansverk og sjö söngleikir. Tólf manna valnefnd hefur fjallað um allar sýningarnar og valið fimm einstaklinga, teymi eða verk í hverjum verðlaunaflokki í forvali Grímunnar er hljóta tilnefningu. Tilnefnt er í 17 verðlaunaflokkum, en auk þess eru heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands veitt einstaklingi sem þykir hafa skilað framúrskarandi ævistarfi í þágu sviðslista á Íslandi.

 

Sýning ársins 

Barnasýning ársins 

 

Leikrit ársins

Leikstjóri ársins

 

Danshöfundur ársins

Leikmynd ársins

Búningar ársins

Tónlist og hljóðmynd ársins

Lýsing ársins

Dans- og sviðshreyfingar ársins

Leikkona ársins í aðalhlutverki

Leikkona ársins í aukahlutverki

 

Leikari ársins í aðalhlutverki

Leikari ársins í aukahlutverki

Söngvari ársins

Dansari ársins

Hvatningarverðlaun valnefndar 2025

 

Valnefnd ársins skipa fyrir hönd ýmissa fagfélaga: 

til baka