Ítalinn Francesco Farioli hefur sagt starfi sínu sem knattspyrnustjóri karlaliðs Ajax lausu eftir aðeins eitt tímabil við stjórnvölinn.
Undir stjórn Farioli hafnaði Ajax í öðru sæti hollensku úrvalsdeildarinnar, sem þótti með nokkrum ólíkindum þar sem liðið var með níu stiga forskot á PSV Eindhoven fyrir rúmum mánuði síðan þegar fimm leikir voru eftir.
Breska ríkisútvarpið rifjaði upp hrun Þróttar
Virtist það einungis tímaspursmál hvenær Ajax myndi tryggja sér titilinn en þá fór í hönd martraðarkafli þar sem liðið vann sér einungis inn tvö stig í fjórum leikjum.
Á meðan vann PSV sjö síðustu leiki sína í deildinni eftir að hafa tapað fyrir Ajax í lok mars, smeygði sér þannig upp fyrir Ajax og vann Hollandsmeistaratitilinn með því að enda einu stigi fyrir ofan liðið.
Farioli var samningsbundinn Ajax í tvö tímabil til viðbótar en ákvað að láta gott heita.