Hlynur Pálmason kvikmyndaleikstjóri frumsýndi kvikmynd sína Ástin sem eftir er á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær, sunnudaginn 18. maí.
Aðalleikarar myndarinnar Saga Garðarsdóttir og Sverrir Guðnason stilltu sér upp á rauða dreglinum ásamt Grími, Þorgils og Ídu Mekkín Hlynsbörnum, en þau fara einnig með hlutverk í myndinni.
Með í hópnum eru einnig Ingvar E. Sigurðsson sem fer jafnframt með hlutverk í myndinni, framleiðendurnir Anton Máni Svansson og Katrin Pors, sem og danski leikarinn Anders Mossling.
Um kvikmyndina segir í kynningartexta: „Ástin sem eftir er fangar ár í lífi fjölskyldu þar sem foreldrarnir stíga fyrstu skrefin í átt að skilnaði. Á fjórum árstíðum fylgjumst við með hversdagslífi fjölskyldumeðlima í gegnum óvænt, fyndin og hjartnæm augnablik sem endurspegla hið breytta samband þeirra.“
Hlynur hefur áður hlotnast sá heiður að frumsýna kvikmynd á aðaldagskrá hátíðarinnar í Cannes. Fyrir þremur árum heimsfrumsýndi hann Volaða land í Un Certain Regard-flokki hátíðarinnar. Þá heimsfrumsýndi Hlynur einnig kvikmyndina Hvítan, hvítan dag í Semaine de la Critique í Cannes 2019.