mán. 19. maí 2025 12:30
Girnilega vefjur með grilluðum osti, fersku salati og tacosósu. Ljúft að taka með í lautarferðina líka.
Grillostur í vefjum er lostæti að njóta í blíðunni

Brakandi blíða hefur leikið við landsmenn síðustu daga og grillveislur hafa verið haldnar víða. Þessar vefjur og ótrúlega góðar til njóta í upphafi nýrrar viku og leið til að halda áfram að grilla.

Hér eru á ferðinni vefjur með fersku salati, avókadó, kirsuberjatómötum, kóríander, fínum sneiðum af Grillostinum og tacosósu. Þetta er frábær réttur fyrir börn og fullorðna og passar líka vel í lautarferðirnar sem eiga án efa eftir verða þó nokkrar ef veðurblíðan heldur áfram. Heiðurinn af uppskriftinni á Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar.

Grillosturinn sem notaður er í þessa uppskrift er í anda Halloumi og hentar frábærlega á grillið eða á pönnuna ef vill.

Vefjur með grillosti

Fyrir 4

Aðferð:

  1. Skerið Grillostinn niður í þunnar sneiðar (um ½ cm á þykkt) og leggið til hliðar.
  2. Skerið niður allt grænmeti og hitið vefjurnar.
  3. Grillið eða steikið grillostasneiðarnar á meðalhita, upp úr ólífuolíu ef þið ætlið að steikja á pönnu.
  4. Kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti eftir smekk.
  5. Raðið grænmeti, salsasósu, sýrðum rjóma og grillosti saman í vefjurnar og njótið.
til baka