Iliman Ndiaye skoraði bæði mörk Everton þegar liðið vann botnlið Southampton 2:0 í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær.
Um síðasta leik karlaliðsins á Goodison Park í Liverpool var að ræða og því við hæfi að enda með sigri.
Stuðningsmenn fögnuðu enda báðum mörkum Ndiaye afskaplega vel og innilega.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.