mán. 19. maí 2025 06:53
Donald Trump og Joe Biden.
Trump sendir Biden batakveðjur

Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Melania Trump, segjast vera hrygg yfir þeim tíðindum að Joe Biden, fyrrum forseti Bandaríkjanna, hafi greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og óska honum góðs bata.

„Melana og ég erum sorgmædd að heyra um nýlega læknisfræðilega greiningu Joe Bidens. Við sendum Jill og fjölskyldunni okkar bestu og bestu óskir og við óskum Joe skjóts og farsæls bata,“ skrifar Trump í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/05/18/biden_med_krabbamein/

Í til­kynn­ingu frá skrif­stofu Bidens í gær sagði að krabba­meinið væri „aggresíft“. Biden fór til lækn­is í síðustu viku vegna ein­kenna þvag­færa­sýk­ing­ar. Lækn­ar fundu þá hnúð á blöðru­hálskirtl­in­um. 

Á föstu­dag­inn greind­ist hann með krabba­mein í blöðru­hálskirtli, sem ein­kenn­st af Glea­son-stigi 9 með mein­vörp­um í bein­um,“ sagði í til­kynn­ing­unni.

Kamala Harris, sem var varaforseti Bidens og tapaði fyrir Trump í forsetakosningunum, segir að þetta séu sorgarfréttir en Biden sé baráttumaður.

„Ég veit að hann mun takast á við þessa áskorun af alefli, seiglu og bjartsýni sem hefur einkennt líf hans. Við erum vongóð um að hann nái fullum og skjótum bata,“ skrifar Harris í færslu á samfélagsmiðlinum X.

 

 

 

 

til baka