sun. 18. maí 2025 21:38
Nicusor Dan er borgarstjóri Búkarest.
Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu

Nicusor Dan, borgarstjóri Búkarest, sigraði forsetakosningarnar í Rúmeníu í dag.

Kosningar voru taldar mikilvægar fyrir stefnu Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins, en Rúmenía á landamæri að Úkraínu.  

For­seta­kosn­ing­ar voru haldn­ar í land­inu 24. nóv­em­ber þegar Cal­in Geor­gescu fékk flest at­kvæði. Niður­stöðurn­ar voru hins vegar dæmd­ar ógild­ar vegna ásak­ana um kosn­inga­svik og af­skipti Rússa af kosn­ing­un­um.

Var Geor­gescu bannað að taka þátt aft­ur í kosn­ing­un­um og var hann jafn­framt ákærður fyr­ir að greina ekki rétt frá fjár­mögn­un á kosn­inga­her­ferð sinni. Hinn hægris­innaði Geor­ge Sim­i­on, formaður AUR-flokks­ins, tók þá við keflinu. 

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/05/04/george_simion_leidir_i_rumeniu/

„Endurreisn“ Rúmeníu

Dan hlaut rúmlega 54% atkvæða og Sim­i­on 46%.

Kjörsókn var um 65% en hún var 53% í fyrri umferð kosninganna sem var haldin 4. maí. Þá var Simion hlutskarpari en báðir frambjóðendur lýstu yfir sigri. 

Dan, sem er 55 ára gamall miðjumaður, sagði við stuðningsmenn sína í kvöld að „endurreisn“ Rúmeníu hæfist á morgun. 

„Í kosningum dagsins hefur samfélag Rúmena sem vilja alvöru breytingar í Rúmeníu unnið.“

Simion, sem er 38 ára gamall, sagði við stuðningsmenn sína fyrir utan þingið að hann væri nýr forseti Rúmeníu.

Þá hvatti hann fólk á kjörstöðum „að leyfa ekki kosningasvindl“. 

til baka