sun. 18. maí 2025 22:30
Bono og Sean Penn klappa fyrir úkraínsku hermönnunum.
Bono og Sean Penn með úkraínskum hermönnum á rauða dreglinum

Stórstjörnurnar Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2, og Hollywood-leikarinn Sean Penn sátu fyrir á rauða dreglinum í Cannes ásamt nokkrum úkraínskum hermönnum.

Tilefnið var frumsýning heimildamyndar Andrew Dominik, Bono: Stories of Surrender, á kvikmyndahátíðinni virtu.

 

Þakkaði fyrir frelsið

Bono sagði að Sean Penn, sem er talsmaður fyrir Úkraínu, hafi boðið nokkrum vinum sínum með úr raunverulegum skotgröfum.

Svo stillti hópurinn sér upp fyrir framan fjölda ljósmyndara og undir ómaði ódauðlegur söngur David Bowie í laginu Changes.

„Ég vildi bara þakka ykkur fyrir það því þið hafið veitt okkur frelsi,“ sagði Bono meðal annars við hermennina.

til baka