sun. 18. maí 2025 19:00
Ísraelsher segir íbúum á nokkrum hlutum Gasasvæðisins að leita skjóls vegna eigin öryggis vestur til Al-Mawasi.
Árás yfirvofandi: Leitið skjóls

Ísraelsher hefur sent út skipun um rýmingu á nokkrum stöðum Gasasvæðisins en herinn segir árás yfirvofandi.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/05/18/storfelldur_landhernadur_hafinn_a_gasa/

Herinn beindi orðum sínum að íbúum á Al-Qarara-svæðinu, Salqa-byggðinni, suðurhluta Deir al-Balah, Al-Ja'farawi, Al-Suwar, Abu Hadab og Al-Satar-hverfunum.

„Þetta er lokaviðvörun fyrir árás. Vegna eigin öryggis skuluð þið nú þegar leita skjóls vestur til Al-Mawasi.“

til baka