sun. 18. maí 2025 17:50
Ísraelsher á Gasa í dag.
„Stórfelldur landhernaður“ hafinn á Gasa

Ísraelsher tilkynnti „stórfelldan landhernað“ í dag sem hluta af nýrri víðtækri hernaðaraðgerð á Gasa.

Tilkynningin var gerð klukkustundum eftir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gaf til kynna að Ísrael væri reiðubúið til friðarviðræðna á Gasa við hryðjuverkasamtökin Hamas.

Ísraelski herinn greindi frá því að á síðasta sólarhring hefðu hermenn „hafið stórfelldar aðgerðir á norður- og suðurhluta Gasa“. 

Þá sagði að „tugum hryðjuverkamanna og innviðum þeirra hefði verið eytt“.

Almannavarnir á Gasa greindu frá því að að minnsta kosti 50 einstaklingar hefðu látið lífið í dag. 

 

Vinna hörðum höndum að samkomulagi

Markmið hernaðaraðgerðarinnar er frelsun gísla og sigur yfir Hamas. 

Óbeinar viðræður um vopnahlé standa nú yfir í Doha í Katar. 

Netanjahú sagði að ísraelska sendinefndin ynni hörðum höndum að samkomulagi. Slíkt samkomulag innihéldi „frelsun allra gísla, brottvísun hryðjuverkamanna Hamas og afvopnun á Gasa“.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/05/17/vopnahlesvidraedur_hefjast_a_ny/

til baka