Sprengjuárásin sem varđ viđ frjósemismiđstöđ í Palm Springs í Kaliforníu í gćrmorgun er rannsökuđ sem hryđjuverkaárás. Einn lést og fjórir sćrđust.
CNN greinir frá ţví ađ árásarmađurinn er talinn vera 25 ára karlmađur frá nágrannabćnum Twentynine Palms. Hann er talinn hafa látist í árásinni.
Enn á eftir ađ bera kennsl á hinn látna vegna ástands líkamsleifanna.
Rannsakendur hafa til skođunar hljóđupptökur sem voru birtar á netinu ţar sem mađur lýsir áformum sínum um ađ fremja árásina.
Á upptökunum lýsir mađurinn ýmsum erfiđleikum sem hann hefur ţurft ađ glíma viđ og gagnrýnir tćknifrjóvgunarmeđferđir. Ţá lýsir hann sjálfum sér sem „andvígan lífi“ og ađ stjórnvöld ćttu ekki ađ takmarka „rétt einstaklinga til ţess ađ deyja“.
Bandaríska alríkislögeglan (FBI) rannsakar árásina sem hryđjuverk og er frjósemismiđstöđin talin hafa veriđ skotmarkiđ.