lau. 17. maí 2025 18:42
Fólk ekki sammála um úrslitin

Þrátt fyrir að örstutt sé í úrslit Eurovision er enn löng biðröð fyrir utan St. Jakobshalle í Basel.

Efst í fréttinni birtum við myndband þar sem mbl.is tekur púlsinn á stuðningsfólki og spyr hvaða land það telji fara með sigurinn í kvöld.

Ísland númer 10 í röðinni

Alls flytja 26 lönd lög sín í kvöld. VÆB-bræðurnir stíga á svið sem tíunda atriði með lagið Róa, rétt á eftir Sviss og á undan Ástralíu.

Segjast þeir ætla að „gera sitt besta og bjóða upp á veislu“, eins og fram kom í síðasta viðtali þeirra við mbl.is þegar þeir lögðu af stað í höllina.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/05/17/eurovision_i_kopavogi_2026/

Dómnefnd + áhorfendur = 50/50

Í gærkvöldi fór svokallað dómararennsli fram. Þar gáfu fimm manna dómnefndir allra 37 þátttökuþjóða stig sín (12, 10, 8–1).

Þau stig telja 50% í lokaniðurstöðunni á móti atkvæðum sem berast símleiðis. Ísland opinberar eigin stigagjöf seinna í kvöld, en söngkonan Hera Björk kynnir dómnefndarstigin beint frá Reykjavík.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/05/17/domararnir_fyrir_hond_islands/

Hver vinnur?

Í myndbandinu má heyra allt frá öskrandi stuðnings­mönnum Spánar og Svíþjóðar til aðdáenda Íslands.

mbl.is er með beina lýsingu í allt kvöld beint frá Eurovision-höllinni í Basel. Áfram Ísland!

https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/05/17/beint_vaeb_tiunda_i_rodinni/

til baka