Veðbankar spá Svíum sigri í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld með 41% vinningslíkum. Margt getur þó enn breyst og hefur spá veðbanka klikkað.
Komi til þess að Svíar beri sigur úr býtum er það í áttunda skiptið sem landið sigrar keppnina. Síðast var það söngkonan Loreen með lagið Tatto sem sigraði keppnina árið 2023. Það var í annað sinn sem hún sigraði í Eurovision.
Austurríki er spáð öðru sæti í keppninni með 20% vinningslíkum. Þá er Frakklandi spáð þriðja sæti.
Veðbankar spá Íslandi 24. sæti en þess ber að geta að Íslandi var ekki spáð áfram af veðbönkum í undanúrslitum þrátt fyrir að Væb-strákarnir hafi flogið í úrslit. Það getur því allt gerst.
Framlag Svía í keppninni er athyglisvert fyrir ýmsar sakir. Meðal annars vegna þess að það eru Finnar en ekki Svíar sem flytja lagið þar sem þeir syngja um sauna-menningu Finna. Liðsmenn sveitarinnar tilheyra nefnilega jaðarmenningarsamfélagi sænskumælandi Finna.
https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/05/14/vinsaelir_jurofarar_draga_jadarmenningu_fram_i_ljos/
https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/05/14/vedbankar_spa_thvi_ad_island_lendi_i_24_saeti/