lau. 17. maí 2025 15:16
Flytti til Íslands ef hann yfirgæfi Eistland

Söngvarinn Tommy Cash flytur hið ýkta popplag Espresso Macchiato og stígur þriðji á svið í úrslitum Eurovision í kvöld.

Tommy hefur vakið mikla athygli fyrir fatastílinn, skemmtilegar danshreyfingar og stjörnustæla í keppninni. Blaðamaður tekur þó eftir því að stjörnustælarnir eru einungis partur af gjörningnum en í viðtali við Tommy er hann hinn ljúfasti.

Hvert er uppáhalds Eurovision-lag Tommy Cash?

„Lagið frá Dima Bilan (Believe) og annað frá Ruslönu (Wild Dances) – það eru svo mörg,“ segir hann og á erfitt með að velja eitt uppáhalds.

Aðspurður hvort hann sé með skilaboð til Íslendinga svarar hann hiklaust:

„Fólk spyr mig oft hvar ég myndi vilja búa ef það væri ekki Eistland. Ég segi alltaf: Ég myndi flytja til Íslands. Það er dálítið einangrað og minnir mig á heimalandið. Ég elska Ísland.“

mbl.is fylgist með VÆB-bræðrum, Tommy Cash og hinum 24 atriðunum í St. Jakobshalle í kvöld. 

til baka