lau. 17. maí 2025 12:00
Eurovision í Kópavogi 2026?

mbl.is náði síðasta spjallinu við Hálfdán Helga og Matthías Davíð rétt áður en þeir stigu inn í rútuna sem flytur íslenska hópinn niður í St. Jakobshalle fyrir hið mikla úrslitakvöld Eurovision.

Ótrúlega slakir - en vilja gera sitt besta

„Við erum ótrúlega slakir og stoltir af því að fá að representa Ísland í kvöld“, segir Hálfdán. Hann bætir við:

„Við erum slakir á miðað við hversu margir eru að fara að horfa í kvöld.“

Þótt róin sé ríkjandi er metnaðurinn samt til staðar: „Við erum báðir bara mjög tjillaðir á því, en samt á sama tíma viljum við gera okkar besta. Við ætlum að gera okkar besta. Þetta verður flott.“

Takk Ísland

„Takk aftur Ísland, þið eruð best“, segja bræðurnir og minna á að þeir séu „ennþá í skýjunum yfir því að fá að fara fyrir ykkar hönd“. Þeir lofa sannkallaðri veislu á sviðinu í kvöld.

Bikarinn heim

Spurðir í hvaða sæti þeir sjá Ísland þegar kvöldið verður á enda runnið svarar Hálfdán hiklaust: „Fyrsta sæti. Bikarinn heim. Eurovision Kópavogur 2026.“ Matthías slær í takt: „There you go.“

mbl.is verður með beina lýsingu á vefnum héðan úr Eurovision-höllinni í Basel.

til baka