sun. 18. maí 2025 16:00
Sumarlínan frá Lakrids by Bülow er lent á Íslandi og mun án efa gleðja lakkrísunnendur.
Nú geta aðdáendur Lakrids by Bülow fagnað

Sumarlínan frá Lakrids by Bülow er lent á Íslandi og er að gleðja lakkrísunnendur í sólskininu þessa dagana.

Nýja sumarlínan er stútfull af ómótstæðilegum bragðsamsetningum og er fullkomin gjöf fyrir hvaða sumartilefni sem er, að mínu mati,“ segir Svana Lovísa Kristjánsdóttir, samfélagsmiðlari hjá Epal.

 

Tvær tegundir um að ræða

Um er að ræða tvær tegundir af lakkrís, annars vegar Pink Pineapple og hins vegar Lemon.

Pink Pineapple er splunkuný bragðtegund, með sætri og mjúkri lakkrísmiðju sem hjúpuð er hvítu rjómasúkkulaði með ferskum og framandi keim af ananas, og að lokum umlukin bleikri sykurskel. Þessum bleiku mola eru ætlaðir stórir hlutir, með glæsilega einkunn 4,5 frá Lakrids Lovers Taste Panel-smakkráðinu.

 

„Pink Pineapple mun hrífa þig til suðrænnar paradísar,“ segir Svana enn fremur.

Lemon er blanda af söltum lakkrís og einum ferskasta ávexti úr náttúrunni, sítrónu. Mjúk lakkrísmiðjan er hjúpuð með hvítu súkkulaði, rjóma og vanillu til að tryggja fullkomið jafnvægi á milli þess sæta, súra og salta.

 

Búið til úr náttúrulegum hráefnum

„Allt saman útbúið úr náttúrlegu hráefnunum og færir þér bragðið af paradís í hverjum bita og breytir hverri stund í lítið frí,“ segir Svana sem er mikill aðdáandi lakkrísins.

Nýja sumarlínan fæst meðal annars í lífsstíls- og hönnunarversluninni Epal.

til baka