lau. 17. maí 2025 10:20
Mynd úr safni af þjónustudeginum 2016. Þá er handagangur í öskjunni og njóta íþróttafélögin góðs af.
Á þriðja hundrað manns koma að þjónustudegi Toyota

Árlegur þjónustudagur Toyota er haldinn í dag, laugardag, og nær viðburðurinn um nánast allt land.

Venju samkvæmt stendur eigendum Toyota- og Lexusbifreiða til boða að fá sumarþvott og „glaðning í bílinn“ eins og það er orðað í tilkynningu. Að vanda verður einnig boðið upp á grill og skemmtun.

Athygli vekur að á þriðja hundrað manns koma að framkvæmd þjónustudagsins en félagsmenn íþróttafélaga hringinn í kringum landið taka þátt og létta undir með starfsfólki og þjónustuaðilum Toyota.

Munu félagar Stjörnunnar, ÍR, KA, Körfunnar á Selfossi og Spyrnis á Egilsstöðum leggja sitt af mörkum og standa vaktina hjá Toyota í Kauptúni í Garðabæ, Toyota á Njarðarbraut í Reykjanesbæ, Toyota á Fossnesi á Selfossi, Toyota á Baldursnesi á Akureyri, Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur á Bæjarflöt í Reykjavík og Bílaverkstæði Austurlands á Miðási á Egilsstöðum, á milli kl. 11 og 15.

til baka