lau. 17. maí 2025 20:00
Það er vel hægt að ferðast á tveimur jafnsléttum um Róm og njóta þess helsta sem borgin hefur upp á að bjóða.
„Borgin eilífa verður áfram lykiláfangastaður“

Það er fátt jafn skemmtilegt og að fara fótgangandi um framandi staði. GuruWalk gerði nýlega úttekt á ókeypis gönguferðum víðs vegar um heim og um hvaða borg er skemmtilegast og auðveldast að fara fótgangandi á árinu 2025.

Róm toppaði listann fyrir þetta ár. „Borgin eilífa verður áfram lykiláfangastaður fyrir ferðalanga sem heillast af sögu og fornri menningu ... Kólosseum, Pantheon og barokktorgin gera Róm að útisafni sem á skilið að vera rannsakað, skref fyrir skref.“

Margir af aðalferðamannastöðum Rómar eru staðsettir aðeins í göngufjarlægð frá hver öðrum. Ítalska höfuðborgin er einnig frekar flöt svo það er auðvelt að fara um á tveimur jafnsléttum.

Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, er númer tvö á lista GuruWalk en arkitektúr borgarinnar blandast vel við víbrandi menningarsenur.

Aðrar borgir á topp tíu eru Madríd, Prag, Barselóna, Lissabon, London, Flórens, Amsterdam og Berlín. Það er áhugavert að sjá að aðeins Evrópuborgir eru efstar á lista.

Daily Mail

til baka